É Dúdda Mía
(11. September 2023)
Hæ hæ :-) hér fyrir neðan er hægt að ýta á + merkið og lesa texta og sjá hverjir gerðu hvað í viðkomandi lagi.
Mig langar að nota tækifærið og þakka öllum sem komu að gerð plötunar - ég veit ekkert skemmtilegra en að taka upp tónlistarfólk og heyra hvenig allt lifnar við hjá þessum snillingum.
Ég vann plötuna að mestu leyti í sendibíl uppá fjöllum eða niðrí fjöru og kláraði hana í eldgömlum sumarbústað (sem starfsmannafélag RUV byggði 1935) í Mosó. Ég myndi segja að meginþema plötunnar sé gapandi undrun yfir lífinu sjálfu - ást og lotning fyrir Kaosnum!
Hlustið á: Spotify eða Apple Music
-
Lag og texti: Mugison’
Sé lífið sjálft lof og dýrð
og ljósið í þér, sama hvernig þú snýrð
Allamalla amma mammma-mú
já haltu á ketti og syngjandi kú
Hver stund er svo tær æ fersk og ný
svo langt sem það nær, bingolottery
Obbobbbobb og abbbabbbabb babú
er ég orðin allveg kú kú kú kú kú
É dúdda mía
gott að vera hér
tek sénsinn bara afþví að
er á meðan er
að gleyma sér
hoppa inn í galdurinn
ég hristi mig og twista
þá magnast friðurinn
Simsalabimm
Vonin ljúf þráir farsæld og frið
en hamingjan hún dýrkar vesenið
Þabbba sonna - úbbsadeisí-ú
sveimérþá og hannannanna nú
Ég trúi á ástina - hún bjargi mér
eins og snákaolíur og engifer
úlla la la og allt í botn bababú
Okidoki! - Ojojoij úhhh húúú
Kredit:
Kristofer Rodríguez Svönuson: Trommur, Slagverk, Pródúser
Björgvin Gíslason: Gítarsóló
Baldvin Hlynsson: Hljómborð og Hljóðgerflar
Ómar Guðjónsson: Rafgítar
Mugison: Söngur, Kassagítar, Slagverk, Gítar og Bassi
Stefán Björnsson Önundarson: Pródúser
Rúna Esradóttir: Pródúser
Birgir Jón Birgisson: Pródúser, Mix og Mastering
-
Lag og Texti: Mugison
Það var sungið, dansað og kysst
þegar augu þín átu mig fyrst
áran skalf og hristi sig
hvernig í ósköpunum fannstu mig?
Eins og þú, fór ég í ferðalag
brenna af mér brýr, þjálfaði hjartað
fór niður á botn, lengst uppí ský
endurfæddist aftur og aftur á ný
Kossaflóð, kveikir glóð
hné við hné, kinn við kinn
öxl við öxl, skinn við skinn
Það skilur mig enginn eins og þú
þennan ljóðalínudans eitt skref fram og snú
ert svo hrá og göldrótt
lést heiminn gufa upp þessa fyrstu nótt
Kredit:
Þóra Margrét Sveinsdóttir: Pródúser, Strengja og flautu-útsetning, Víola
Kristofer Rodríguez Svönuson: Pródúser, Trommur og Perk
Birgir Steinn Theodorsson: Kontrabassi
Sigrún Harðardóttir: Fiðla
Þórdís Gerður Jónsdóttir: Selló
Grímur Helgason: Klarinetta
Steinunn Vala Pálsdóttir: Þverflauta
Þorleifur Gaukur Davíðsson: Mandólín
Pétur Ben: Klassískur gítar
Mugison: Harmonikka, söngur og brall
Rúna Esradóttir: Pródúser
Allan Sigurðsson: Pródúser
Dýri Arnarson: Pródúser
Birgir Jón Birgisson: Pródúser, Mix og Mastering, Upptaka,
Hafþór Karlsson Tempó: Upptaka og mix á strengjum, þverflautu og klarinettu
-
Lag og Texti: Mugison
Í þér fann ég ró
og brotsjó
þú varst litrófið allt
bæði heitt og kalt
en með göldrum gastu bætt
allt súrt og sætt
huggun, að elska þig
svo dýrmætt
Að hugsa til þín
það gerir mér gott
ég finn styrk í því
þó þú sért farinn á brott
Í þér fann ég mig
og sýrustig
gróf frammíköll
og hlátrasköll
Þú skilur eftir sár
og tregafull tár
en huggun, að hafa átt með þér
nokkur ár, nokkur ár
Kredit:
Kristofer Rodríguez Svönuson: Pródúser, Trommur og Slagverk
Þorleifur Gaukur Davíðsson: Pródúser, Pedal Steel
Þóra Margrét Sveinsdóttir: Pródúser, Strengjaútsetning, Víola
Þórdís Gerður Jónsdóttir: Pródúser, Strengjaútsetning, Selló
Sigrún Harðardóttir: Fiðla
Ómar Guðjónsson: Kassagítar
Mugson: Bassi, Söngur, Brassó
Pétur Ben: Rafgítar
Baldvin Hlynsson: Píanó og Rhodes
Birgir Jón Birgisson: Pródúser, Mix og Mastering
-
Lag og Texti: Mugison
Ég snéri sólarhringnum við
kúpla út í leit af frið
fer af stað - nema nema hvað
að finna logn í hvirfilbyl
Rútínan hún tæmdi mig
öll ábyrgðin og flækjustig
nú er það frá, Fúsa liggur á
og loks er siglt á önnur mið
Sólin er komin
og hún hleður mig
vindurinn blæs um andlitið
sveiflast fram og aftur
í takt við útvarpið
stundum er bara gott að vera til
Endurræsi þessa vél
bóna vængi, gogg og stél
slappa af, nema nema hvað
finn í mér ást og líður vel
Sólin er komin..
Kredit:
Ómar Guðjónsson: Kassagítar (sóló), Bakraddir, Pródúser og Píanó
Helgi Svavar Helgason: Trommur, Pródúser
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: Bassi, Pródúser
Kristofer Rodríguez Svönuson: Slagverk, Pródúser
Arnar Gíslason: Slagverk
Mugison: Slagverk, Söngur, Kassagítar
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: Bakraddir
Rúna Esradóttir: Pródúser
Þorbjörn Sigurðsson: Bakraddir og Rafgítar
Þorleifur Gaukur Davíðsson: Pedal Steel Gítar
Davíð Þór Jónsson: Píanó og Farfísa
Pétur Ben: Rafslagharpa og Rafgítar
Jóel Pálsson: Klarinetta
Guðmundur Pétursson: Selmer Gítar
Birgir Jón Birgisson: Pródúser, Mix og Mastering
-
Lag: Mugison
Útsetning: Úlfur Eldjárn
Sinfonia Viva: Flytjandi
Ragnar Bragason: Pródúser
Birgir Jón Birgisson: Mix og Mastering
Kom upphaflega út í myndinni Gullregn eftir Ragnar Bragason
-
Lag og Texti: Mugison
Það er ekkert mál að hætta
það vita allir sem hafa reynt
en auðveldast er að falla
bara smá, bara smá, óbeint!
Það er erfitt að draga andann
álag og allt það prump
eins og það sé - sent að handan
eina í stöðunni - er að fokka sér upp
Anda inn, anda út
losnar um gamlan hnút
og ég er aftur við stýrið um stund
gömul ást, gamalt sár
aulagrín, apatár
ég hristi upp í mér, það léttir lund..
Stundum þarf bara að núlla
og keyra sig alveg í þrot
sama hvað er reynt - að púlla
reyna að koma sjálfum mér aftur á flot.
Anda inn, anda út...
Kredit:
Þórdís Gerður Jónsdóttir: Strengja-klarinettu og flautu-útsetning, Selló, Pródúser
Þorleifur Gaukur Davíðsson: Pródúcer, Munnharpa og Pedal Steel Gítar
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: Kontrabassi
Þóra Margrét Sveinsdóttir: Víola
Sigrún Harðardóttir: Fiðla
Grímur Helgason: Klarinetta
Rúna Esradóttir: Pródúcer
Baldvin Hlynsson: Hljómborð
Mugison: Kassagítar, söngur og brall
Birgir Jón Birgisson: Pródúser, Mix og Mastering
-
Lag og texti: Mugison
Það er hellt olíu á eld
og neistar fjúka um
loforð keypt og seld
með blíðum augunum
Ertu eina sanna stóra stóra ást?
Loftið er hlaðið háspennu
meir en orð fá lýst
taugaboðin í blóðinu
svo tryllt og kaotísk
Ertu eina sanna stóra stóra ást?
Leikur lánið við mig
er ég að finna þig
loksins - hér og nú
Er í faðmi þínum ró
Mun ég aldrei fá nóg
loksins - ég og þú
Sálin er ber og óbeisluð
gæskan - umbúðarlaus
Þráin er sterk en þrælstressuð
og dansar á títuprjónshaus
Ertu eina sanna stóra stóra ást?
Það er líf út á ystu nöf
þar sem áin verður foss
Augnablikið er bara töf
eftir sjóðheitum koss
Ertu eina sanna stóra stóra ást?
Leikur lánið við mig
er ég að finna þig
loksins - hér og nú
Er í faðmi þínum ró
mun ég aldrei fá nóg
loksins - ég og þú
Kredit:
Þórdís Gerður Jónsdóttir: Pródúser, Strengjaútsetning, Selló
Kristofer Rodríguez Svönuson: Pródúser, Trommur og Perk
Matthías Hemstock: Tommur
Þóra Margrét Sveinsdóttir: Víola
Sigrún Harðardóttir: Fiðla
Ásgeir Ásgeirsson: Setar frá Íran
Þorleifur Gaukur Davidsson: Munnharpa
Mugison: Söngur, Bassi, Keys & Gítar
Sigríður Thorlacius: Bakrödd
Alexandra Kjeld: Bakrödd
Rúna Esradóttir: Bakrödd, Pródúser
Hafþór Karlsson Tempó: Upptaka og mix á strengjum
Birgir Jón Birgisson: Pródúser, Mix og Mastering, Upptaka,
Ómar Guðjónsson: Pródúser
Dýri Arnarson: Pródúser
-
Lag og Texti: Mugison
Rauðbrún, gul, grá, svört og bleik
laufin fjúka um á haustdansleik
þau stökkva, snúast, algjörlega í takt
hvert svif og fall er þræl-skipulagt
Ölvaðir þrestir eru að rífa kjaft
fljúgast á og drekka berjasaft
Kjarrið brakar og hvíslar ofurhljótt
vangaðu við mig í alla nótt
Ó að sleppa, sleppa, sleppa alveg takinu
og að dansa, að dansa, já að dansa
eins og glóð í myrkrinu
Vindurinn ögrar og kitlar þrútið nef
segir að dans allra dansa sé hænuskref
Regnið trommar von í brjóstin þreytt
að saman við þurfum ekki að hræðast neitt
Kredit:
Sigrún Harðardóttir: Pródúser, Strengjaútsetning, fiðla og söngur
Pétur Ben: Nælongítar, Upptaka, Pródúser
Kristofer Rodríguez Svönuson: Pródúser, Slagverk og Trommur
Rúna Esradóttir: Pródúser
Þórdís Gerður Jónsdóttir: Selló og Söngur
Þóra Margrét Sveinsdóttir: Víóla og söngur
Ásgeir Ásgeirsson: Tanboura
Valdi Kolli: Kontrabassi
Óskar Guðjónsson: Saxafónn
Hafþór Karlsson Tempó: Pródúser, upptaka og mix á strengjum
Birgir Jón Birgisson: Pródúser, Mix og Mastering
-
Lag: Mugison
Útsetning: Úlfur Eldjárn
Sinfonia Viva: Flytjandi
Ragnar Bragason: Pródúser
Kom upphaflega út í myndinni Gullregn eftir Ragnar Bragason
Birgir Jón Birgisson: Mix og Mastering