Ég var svo heppinn að Matti bað mig að vera með í þættinum sínum Tónatal sem var tekinn upp síðasta sumar á Rönken í Reykjavík. Ég bauð mömmu og nokkrum af Facebook til að koma og hlusta, alveg hrikalega gaman að fá að spila fyrir framan fólk aftur :-). Þema þáttarins er 3 gömul, 3 ný og 3 kóverlög.. og svo spjalla um lífið og tilveruna inn á milli. Matti keyrði þáttinn áfram af mikilli fagmennsku, yfirvegaður en með hlutina á hreinu.
Read More